miðvikudagur, september 27, 2006

Jæja, þá er 20 vikna sónarinn búinn :). Ekkert smá gaman að fara í hann og sjá litla krílið sprikla aðeins. Öll líffæri eru á sínum stað og allt eins og það á að vera, voðalega gott að vita það. Við vildum ekki fá að vita kynið þannig að við hjónin getum haldið áfram að stríða hvort öðru hvort kynið það sé, Árni segir að þetta sé strákur og þá verð ég auðvitað að segja að þetta sé stelpa.

Mér var reyndar flýtt um nokkra daga, er semsagt sett 10. febrúar. En núna er meðgangan akkúrat hálfnuð, bara 20 vikur í viðbót, get nú varla ímyndað mér hvernig maður lítur út í endann. Ekki það að ég sé búin að fitna mikið en maginn er auðvitað búinn að stækka dálítið. Verð örugglega eins og hvalur, tíhí.