Það var svo gaman í gær. Föðuramma hans Árna varð áttræð í gær og öll stórfjölskyldan var búin að ákveða að hittast í Perlunni og koma henni á óvart. Hún hélt að dóttir sín ætlaði að bjóða sér í Perluna í tilefni dagsins en svo þegar að þær komu þá biðum við öll þarna eftir henni. Hún varð svo ánægð, fékk alveg tár í augun af gleði og þetta kom henni líka svo á óvart. Þvílíkt gaman.
Í kvöld er svo fertugsafmæli hjá yfirmanni hans Árna, það er svo fyndið hvernig atburðir raðast alltaf á sömu helgina. Það er kannski ekkert að gera hjá manni margar helgar í röð en svo gerist allt sömu helgina. En það verður allavega gaman að fara í kvöld og hitta þá sem Árni er að vinna með.
En fyrir utan þetta er nú mest lítið að frétta, erum rosalega ánægð í íbúðinni okkar og dagarnir bara fljúga áfram. Mér finnst dagarnir vera fljótari að líða núna þegar að við erum bæði að vinna en þegar að við vorum bæði í skóla. Skil samt eiginlega ekki af hverju.
laugardagur, september 16, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 9/16/2006 09:41:00 f.h.
|