Helgin er búin að vera rosa fín. Á föstudaginn buðum við vinkonum mínum + mökum + börnum í grill, alltof langt síðan að við höfum allar hist saman og þetta var líka gott tækifæri til að vígja grillið. Það heppnaðist ekkert smá vel, enduðum kvöldið á að fara aðeins niður í bæ, á Oliver. Mér leist nú ekkert svakalega vel á staðinn, alltof þröngt þarna inni en kannski spilaði inní að tónlistin var ekki góð þetta kvöldið. Ég og Árni fórum nú reyndar bara snemma heim, ég var einhvern veginn ekki alveg að fíla mig þarna með bumbuna út í loftið :)
Restin af helginni er bara búin að fara í rólegheit og afslöppun hjá mér en Árni er á fullu að hjálpa foreldrum sínum að gera nýju íbúðina þeirra tilbúna og þau fluttu líka smá í dag. Voðalega hentugt að vera ólétt þessa dagana, slepp við að flytja, tíhí.
Árni er líka svo ánægður að vera búinn að koma grillinu í gang að við erum búin að grilla alla helgina, ekkert smá næs. Veðrið búið að vera geðveikt, mér finnst m.a.s. bara nokkuð heitt úti.
sunnudagur, september 24, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 9/24/2006 07:12:00 e.h.
|