föstudagur, september 08, 2006

Mamma á afmæli í dag, innilega til hamingju með afmælið elsku mamma mín og njóttu dagsins :).

Oh hvað ég er ánægð að það sé komin helgi, ætla að njóta þess að sofa út og reyna að koma seinasta dótinu fyrir. Svo verður auðvitað afmælisveisla hjá mömmu um helgina, hlakka til að fá góðar kökur og heita brauðrétti, nammi namm.

En vonandi skemmtið þið ykkur öll vel um helgina, um að gera að njóta dagsins í dag því að maður veit aldrei hvað næsti dagur ber í skauti sér.