Helgin var bara hin fínasta. Það var ættarmót hjá Árna og þar sem að veðrið var svo leiðinlegt ákváðum við að fara bara snemma á laugardagsmorgninum og aftur heim um kvöldið. Mótið heppnaðist bara mjög vel þrátt fyrir veðrið enda var mjög gott að geta farið inn í félagsheimilið þegar að rigningin var of mikil.
Sunnudagurinn fór nú bara í leti, sváfum til hádegis og Árni fór svo upp í skóla að læra meðan að ég horfði á nokkra þætti og naut þess að hafa ekkert að gera. Er alveg að njóta þess að vera í fríi um helgar, reyndar væri nú betra að Árni væri með í fríi með mér en það gerist nú vonandi fljótlega. Allir að senda ritgerðarstrauma til hans, styttist alltaf í skil hjá honum og þ.a.l. styttist líka í að við fáum Snúðinn okkar aftur, afhendingu á íbúðinni og að Árni byrji í vinnunni sinni.
mánudagur, júlí 17, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 7/17/2006 10:38:00 f.h.
|