Ég er nú búin að vera eitthvað voðalega löt að blogga. Ástæðan fyrir því að það er eiginlega ekkert að gerast í lífinu mína þessa dagana. Jú ég er búin að vera rosalega dugleg að hitta vinina og svona á kvöldin en á daginn sef ég bara og er þar af leiðandi algjörlega búin að snúa sólarhringnum við, ekki gott.
Sálfræðingurinn minn (ég fór til hans vegna flughræðslunnar minnar) bað mig að halda dagbók þar sem að ég skrifa hvað ég er að gera á hverjum klukkutíma og þegar að ég skilaði inn þessari dagbók þá fékk hann alveg áfall við það hvað ég sef mikið :). Ég var nú reyndar fljót að taka fram að þetta er ekki mitt eiginlega svefnmynstur.
En svo er ég að fara að fljúga til Danmerkur ekki á morgun heldur hinn. Ég hlakka bæði til og kvíði fyrir. Hlakka auðvitað til að sjá Árnann minn eftir 20 daga fjarveru og hitta vini aftur og svona. En kvíði líka rosalega fyrir því að fljúga ein. Reyndar ætla ég að fljúga á Saga Class (kostaði bara 9.500 punkta) þannig að það á alveg að fara vel um mig. Þetta hlýtur allt að ganga.
Svo er ég líklegast búin að vera of lengi á Íslandi, var að hitta nokkrar vinkonur í hádegismat og ein gleymdi að koma og kveðja mig :) nefni engin nöfn samt tíhí. Ekki það að ég sé sár, fannst þetta geðveikt fyndið bara.
En annars, þeir sem vilja koma og kveðja mig þá megið þið koma til mömmu og pabba annað kvöld um níuleytið.
miðvikudagur, janúar 19, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 1/19/2005 05:51:00 e.h.
|