Jæja, þá er sumardagurinn fyrsti kominn á Íslandi :). Gleðilegt sumar allir. Ég man þegar að ég var að spila með Lúðrasveitinni að þá var alltaf kalt og rigning á þessum degi, það var semsagt ekkert voðalega gaman að spila í skrúðgöngunni. En samt gaman að hugsa til þess eftir á.
Annars er nú loksins komið á hreint hvenær Árni er búinn í skólanum sínum. Hann verður semsagt búinn 2. júní, alveg eins og ég. Gæti ekki verið betra. Við ætlum að taka bílinn 3. júní og leggja bara strax af stað í reisuna okkar. Þetta verður ógó gaman.
Svo er nokkurskonar saumó í sálfræðinni í kvöld, alltaf gaman að hitta stelpurnar :).
En jæja, ætli ég verði ekki að halda áfram að skrifa þessa blessuðu ritgerð mína, ég er alveg komin með upp í kok af henni en takmarkið er að klára hana nokkurn veginn fyrir 4. maí.
fimmtudagur, apríl 21, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 4/21/2005 07:49:00 f.h.
|