Gleðilega páska allir saman :).
Það er nú frekar langt síðan að ég hef skrifað hérna inn en það er bara búið að vera svoooo gaman hérna á Íslandi að maður hefur nú látið bloggið aðeins sitja á hakanum :). Ég er bara ekki alveg að trúa því að við séum að fara til Danmerkur á morgun því að tíminn hefur verið svo fljótur að líða.
Annars hlakka ég nú til eins og það er að fá ný gler í gleraugun mín og það gerist einmitt á morgun í flugstöðinni. Sjónin er nefnilega búin að versna um einn heilan á öðru auganum (það er ekki von að mér fannst ég vera byrjuð að sjá illa) þannig að núna er ég komin með -6,25 á hægra auga sem er frekar mikið. En semsagt um sexleytið á morgun sé ég aftur vel :).
Annars er nú bara búið að vera stíf dagskrá síðan að við komum til þess að ná því að hitta alla en maður bjóst svo sem við því. Bara frábært að geta aðeins komist heim og stytt tímann aðeins úti.
mánudagur, mars 28, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 3/28/2005 07:19:00 e.h.
|