Í gær var ég næstum því búin að panta flug heim fyrir okkur frá 16. mars - 29. mars en Árni tók upp á því að vera eitthvað voðalega skynsamur og fékk mig ofan af því að fara. Betra að eiga peningana í Evrópuferðinni okkar :(. Hann vildi ekki einu sinni gefa sig þegar að ég sagði honum að þá gæti hann fengið sér eins marga þrista og hann gæti torgað. En oh, hvað mig langar að fara.
Ég var svo líka nærri því búin að panta páskaegg á nammi.is en þar sem að eitt páskaegg nr. 5 frá Nóa - Síríus kostar 3.990 með sendingarkostnaði vorum við ekki alveg tilbúin til þess :(.
En mig langar svoooo mikið í páskaegg. Ef að foreldrar okkar senda okkur ekki páskaegg "hint hint" þá er Karen búin að bjóðast til þess að kaupa páskaegg þegar að þau eru heima um páskana og koma með það til okkar, ekkert smá góð :).
Annars erum við búin að breyta einu varðandi Evrópuferðina, ætlum að fara að skoða Róm líka en á móti kemur að þá verðum við styttra í Mílanó. En það er allt í lagi, okkur langar mikið meira að fara til Rómar :).
fimmtudagur, mars 10, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 3/10/2005 07:37:00 e.h.
|