Gleðilega páska allir saman.
Jæja þetta er bara búið að vera frábært frí. Ég er líka búin að vera dugleg í ritgerðinni minni og er bara nokkurn veginn búin með hana, bara smá fínpússun eftir. Á föstudaginn langa fórum við svo í matarboð til mömmu og pabba og fengum rosalega góðan mat. Svo fórum við stelpurnar á djammið og það var ekkert smá gaman. Ég var alveg í bænum til 4 en þá kom Árni og sótti mig.
Svo á laugardaginn og í dag er ég bara búin að vera að slappa af, snúa sólarhringnum við og svona. Árni er að læra fyrir próf þannig að hann er ekkert heima, er að fara í próf 13. apríl og svo seinasta prófið sitt 16. apríl. En þá byrjar bara lokaverkefnið á fullu.
Við fengum svo mikið af páskaeggjum að við náum aldrei að klára þau. Við vorum búin að kaupa eitt Ástaregg fyrir okkur, svo fékk ég eitt nr. 6 frá Góu frá vinnunni, svo gáfu mamma og pabbi okkur tvö páskaegg nr. tvö og svo var páskaeggjabingó með fjölskyldunni hans Árna í dag og þar unnum við tvö nr. eitt. Þetta er bara of mikið.
sunnudagur, apríl 11, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 4/11/2004 11:16:00 e.h.
|