miðvikudagur, apríl 21, 2004

Ég fór og hitti leiðbeinandann í morgun og fékk ritgerðina mína til baka. Hann var bara mjög ánægður með hana og ég þarf bara að gera svona smá leiðréttingar, ekkert mikið sem betur fer. Þetta er allt að koma. Ég er nú samt ekki alveg nógu sátt við þetta. Leiðbeinandinn minn er að fara út á morgun og kemur ekki aftur fyrr en næsta föstudag. Hann vill lesa ritgerðina einu sinni enn yfir áður en ég skila alveg þannig að hann les ekki ritgerðina mína fyrr en þarnæsta mánudag (sem er sami dagur og ég á að skila!!). Hann sagði að það væri ekkert það nojið að ég myndi skila aðeins seinna en ég var bara búin að hlakka svo til að geta skilað 3. maí, fara í prófið 5. maí og vera svo búin. En nei nei, núna lítur út fyrir að ég verði ekki búin fyrr en í fyrsta lagi 10. maí, ekki gott :( Ég er ekki í góðu skapi. Ef hann hefði bara getað sagt mér fyrr að hann væri að fara út hefði ég getað skilað honum ritgerðinni til yfirlestrar fyrr, pirr pirr pirr. Ég hata nefnilega að skila ekki á réttum tíma og sérstaklega þar sem að það er ekkert mér að kenna, ritgerðin hefði alveg náð að vera tilbúin ef ég hefði bara vitað þetta.