Jæja helgin er bara búin að vera frábær. Ég kláraði innganginn minn í ritgerðinni á laugardaginn (alveg 9 heilar bls.). Svo um kvöldið var matarboð hjá Helgu og Frey og mér, Ástu og Hrönn + menn voru boðin. Við fengum rosalega góðan kjúkling í matinn og svo var bara byrjað að djamma. Við stelpurnar fórum svo á Glaumbar og dönsuðum alveg í 3 tíma straight. Ekkert smá gaman. Árni datt nú reyndar og missteig sig frekar illa og er bara frekar haltur í dag, greyið.
Svo var ferming hjá Bjarna Þór, frænda mínum í dag. Heilsan hefði nú mátt vera betri (aðeins þunn eftir gærdaginn ;)) en þetta reddaðist nú allt saman eftir að maður var búinn að fá nokkrar kökur ofan í maga. Svo á bara að slappa af í kvöld, liggja uppi í rúmi og reyna að losna við þennan höfuðverk.
sunnudagur, apríl 04, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 4/04/2004 06:24:00 e.h.
|