Ég og Árni áttum 5 ára afmæli í gær :) Ekkert smá gaman, minns fékk blóm og svona skemmtilegt. Svo fórum við út að borða og höfðum það bara næs í gær. Þessi 5 ára hafa samt liðið svooo hratt, mér finnst svo innilega ekki vera 5 ár síðan að við byrjuðum saman. Svo eigum við hálfs árs brúðkaupsafmæli 7. feb. Ekki það að við höldum eitthvað upp á þann dag, bara skemmtilegt.
En annars er nú voðalega lítið að frétta, er ekkert meira búin að fara í skólann og er bara búin að vera heima og horfa á sjónvarpið, er ekki alveg komin í lærugírinn ennþá :).
föstudagur, febrúar 04, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 2/04/2005 10:38:00 f.h.
|