fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Það er alveg merkilegt hvað það er búið að snjóa mikið hérna í Danmörku. Maður hefur verið að heyra í Íslendingum sem hafa búið hérna í nokkur ár og þeir hafa bara aldrei séð svona mikinn snjó hérna.
Einmitt þegar að mamma og pabbi ákveða að koma í heimsókn kemur snjórinn. Mamma var nú alveg hrikalega sátt við það (eða ekki) en svo þegar að þau fóru til Köln fór að hlýna og snjórinn að hverfa. Þau keyrðu svo frá Köln til Kaupmannahafnar í gær og voru tæpan sólarhring á leiðinni (tekur um svona 10 tíma vanalega). Það var semsagt frekar mikill vindur og snjókoma í gær og þau sátu föst á þjóðveginum í 10 tíma!! Enda kunna Danir ekkert að keyra í snjór, það voru flutningabílar fastir þvers og krus á veginum. Ekki mjög góður endir á ferðalaginu þeirra. Þau hringdu í mig klukkan 10 og þá voru þau loksins komin á flugvöllinn (áttu flug kl. 12) og voru gjörsamlega að deyja úr þreytu enda gátu þau lítið sem ekkert sofið í bílnum. Og ef þau hefðu komið mikið seinna á flugvöllinn hefðu þau misst af flugvélinni. Æ ég vorkenndi þeim svo mikið. En þau geta nú hvílt sig í flugvélinni og þegar að þau koma heim.
Svo kemst Snúður loksins heim úr Kattholti í dag. Sigga systir ætlar að sækja hann svo að hann þurfi ekki að vera einn aukadag þar (mamma og pabbi geta auðvitað ekkert náð í hann í dag). Oh hvað maður verður ánægður að koma heim.