laugardagur, febrúar 12, 2005

Vá hvað það snjóar mikið hérna í Århus, alveg ekta snjóbylur bara. Ég þurfti að fara út í búð og ákvað bara að labba (var ekki alveg að treysta mér að hjóla í öllum þessum snjó) og ég leit út eins og snjókarl þegar að ég kom í búðina. En samt fínt að komast aðeins út, þegar að maður er svona lítið í skólanum þá er eitthvað svo auðvelt að nenna ekki út þannig að það var fínt að drífa sig aðeins upp af rassinum.
Við buðum Karen og Grétari í brunch í gærmorgun og ég held bara að þeim hafi þótt það rosalega gott :). Við gerðum eggjahræru, bacon, amerískar pönnukökur, bananasalat, ristað brauð og kartöflubáta, nammi namm.
Svo ætla þau að koma til okkar aftur í kvöld að horfa á dönsku forkeppnina í Eurovision. Bæði það að þau eru á bíl þessa dagana (þannig að þau þurfa ekki að hjóla í þessu veðri) og við eigum stærri sófa en þau.
Árni og Grétar voru að kaupa sér kort í skvass. Rosa gott hjá þeim en þeir eru svo ruglaðir stundum. Byrjuðu á því að fara nærri því í tvöfaldan tíma fyrst og fóru svo strax daginn eftir. Árni getur varla hreyft sig, hann er með svo miklar harðsperrur.
Svo er alltaf að styttast í mömmu og pabba. Hlakka rosa til að sjá þau en ég á eftir að hafa svo miklar áhyggjur af Snúðalíus, hann verður semsagt í Kattholti í 10 daga. Ekki alveg uppáhaldið hans, hann kemst ekki út þegar að hann vill og þarf að vera í búri einhvern hluta af deginum og svona. Litla grey. En allavega betra að hafa hann þarna frekar en að hann sé einn heima og einhver kemur tvisvar á dag að líta til með honum og gefa honum. Þá fengi hann ekkert að fara út. Svo er líka bara fínt að styrkja Kattholt.