Jæja, þá eru foreldarnir farnir :(. Þau fóru í dag, ákváðu að vera einn dag lengur hjá okkur en koma þá ekki til okkar aftur þegar að þau eru búin að vera í Þýskalandi. En það var ekkert smá gaman að hafa þau. Ég sýndi þeim allt það helsta hérna í Århus og þau buðu okkur út að borða á XL þar sem að við fengum m.a.s. kengúrukjöt!! sem er bara mjög gott, kom mér dálítið á óvart. Svo komu þau líka með fullt af íslensku nammi og ég og Árni erum búin að vera að rífast um hver á að fá hvað :).
Svo þegar að þau náðu í bílaleigubílinn í gær þá dró ég þau í Bilka (risastór búð hérna) til þess að njóta þess að versla mikið. Við getum nefnilega alltaf bara verslað fyrir tvo daga í einu eða eitthvað (takmarkast við hvað við getum borið á hjólunum). En núna gat ég verslað alveg fullt í einu, rosa gaman.
En svo var voða skrýtið að kveðja þau í morgun, ég var einhvern veginn ekkert að ná því að þau voru að fara en núna er allt svo tómlegt.
Svo er ég að fara í stelpupartý í kvöld með Karen, það verður örugglega rosa gaman. Ég kannast sem betur fer aðeins við gestgjafann en þekki örugglega enga aðra :) en það er bara gaman.
Góða helgi allir saman og verið góð hvort við annað.
föstudagur, febrúar 18, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 2/18/2005 12:18:00 e.h.
|