fimmtudagur, mars 04, 2004

Ég, Rannveig og Inga fórum í sumarbústað í gær til Önnu Heiðu, hún er í fríi í skólanum og ákvað að skreppa aðeins heim. Það var mjög gaman, fengum rosalega góða pizzu hjá henni og svo bara sátum við og töluðum.
Svo á morgun er árshátíð í skólanum hjá Árna og við ætlum bara að skella okkur. Ég er aldrei búin að fara á árshátíð í HÍ og Árni er heldur aldrei búin að fara hjá sér þannig að maður er bara kominn á seinasta sjéns með því að fara.
Svo er ég svo hrædd um að klára aldrei þessa tilraun mína, leiðbeinandinn minn er alltaf að bæta við tilraunina og hún er orðin frekar stór finnst mér og mér finnst svo stutt þangað til að ég á að skila.