Núna er ég sko alls ekki sátt. Við vorum búin að panta Hótel Sögu fyrir veisluna í brúðkaupinu og allt í lagi með það. Þeir voru búnir að segja okkur að við mættum koma með vínið með okkur en svo hættu þeir bara allt í einu við það en sögðust samt ætla að láta okkur fá vínið á kostnaðarverði, fyrirgefðu en er 2.200 hver flaska kostnaðarverð? Mér finnst það ekki (og þetta var ódýrasta flaskan þeirra). Núna erum við semsagt að bíða eftir lokatilboði frá þeim en ef það verður eitthvað mikið hærra en það sem þeir lofuðu áður þá erum við bara farin annað. Reyndar er nú frekar stutt í brúðkaupið eða bara 4 1/2 mánuður en það hlýtur að vera einhver salur laus.
Svo erum við líka búin að setja íbúðina okkar á sölu, leigjendurnir eru bara ekki að standa sig, stelpan vill bara flytja út um mánðarmótin og svo fór Árni inn í íbúðina (auðvitað með leyfi leigjandans) í morgun til að láta meta brunabótamatið aftur og þá var fullur öskubakki af sígarettum þar inni, það var mjög skýrt tekið fram að það mætti alls ekki reykja inn í íbúðinni, helvítis pakk er þetta bara. Ég vil bara að strákurinn fari eftir mánuð (er enginn samningur á milli okkar, alltaf eftir að skrifa undir hann) því að ég fór að sýna íbúðina í gær og það sást varla í svefnherbergisgólfið fyrir skítugum fötum!!! Arrg parrg, ég er svo pirruð. Það er alltaf verið að segja okkur að það sé erfiðara að selja íbúðir með ekkert í þeim en það þarf nú að sjást í gólfin í það minnsta.
þriðjudagur, mars 16, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 3/16/2004 02:00:00 e.h.
|