Við náðum að senda skjölin til Århus, ákváðum að senda með TNT til að vera viss um að þau kæmust fyrir hádegi á mánudaginn. Þetta er samt ekkert smá dýrt að senda svona með TNT, rosalega góð þjónusta samt því að maður getur alveg fylgst með því hvar sendingin er stödd og líka hvenær háskólinn tekur við þeim. Þannig að þau eru komin til skila, vei.
Ég er búin með tilraun nr. 2 í lokaverkefninu mínu þannig að nú er bara ein tilraun eftir. Niðurstöðurnar af tilraun 2 koma bara vel út þannig að þetta mjakast svona áfram. Hlakka samt svo til þegar að þetta verður búið.
Í rauninni er nú mest lítið annað að frétta. Lífið hjá mér er greinilega eitthvað óspennandi núna, hef ekkert að segja ;)
laugardagur, mars 13, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 3/13/2004 06:02:00 e.h.
|