þriðjudagur, mars 23, 2004

Bergþór pabbi hringdi í mig áðan og sagði að hann hefði velt bílnum á leiðinni til Þórshafnar. Ég fékk alveg áfall og hélt að hann væri stórslasaður en hann sagði svo að það væri allt í lagi með hann sem betur fer. Hann marðist reyndar dálítið á öxlinni en var bara heppin að ekkert meira kom fyrir. Ég held nú að hann hafi bara verið ánægðastur með að Tinna var ekki með honum, hún á nefnilega að eiga hvolpa mánaðarmótin apríl - maí. Ég og Árni erum einmitt að spá í að fara til þeirra helgina eftir að Árni er búinn í skólanum. Gaman gaman að sjá hvolpa.
Við erum að leita okkur að öðrum sal fyrir brúðkaupið og ekki byrjaði það vel því að allir salir sem að við hringdum í voru auðvitað
uppteknir. En svo fundum við reyndar einn mjög fallegan í dag, Félagsheimili Seltjarnarness og við erum að fara að tala við þá sem ætla að sjá um matinn á morgun en þeir sjá líka um að leigja þennan sal út þannig að maður fær allt hjá sama aðilanum. Við spurðum Hótel Sögu reyndar hvort að þeir gætu ekki lækkað sig vegna þess að við höfðum fengið vitlausar upplýsingar hjá þeim fyrst og hefðum aldrei leigt þennan sal ef við hefðum ekki fengið þessar upplýsingar en við erum ekkert búin að heyra frá þeim.