föstudagur, mars 26, 2004

Föstudagur kominn, jibbí. Ég er búin að vera svo kvefuð og með mikla hálsbólgu að ég hlakka svo til að geta sofið smá út og hvílt mig. Reyndar verð ég að vinna á fullu í ritgerðinni minni, alltaf styttist í skil.
Ég og Árni ákváðum bara að taka Hótel Sögu, fengum tilboð í Félagsheimili Seltjarnarness með mati og öllu víni og þannig og það munaði bara pínkupons. Á Sögu fáum við heldur enga bakreikninga, það er að segja þetta er tilboðið og það kemur ekkert til með að hækka. Hinsvegar gat hinn aðilinn ekki lofað okkur því að við myndum ekki fá bakreikninga vegna þess að þjónunum er borgað sér hjá þeim (og maður getur ekkert reiknað nákvæmlega hvað þeir þurfa að vera í marga tíma). Þannig að þetta er þá búið að reddast. Ég er svo ánægð, ekki gaman að reyna að vera að redda sal fjórum mánuðum fyrir brúðkaupið. Núna getur maður bara hætt að pæla í brúðkaupinu þangað til í maí enda höfum við engan tíma, erum bæði á fullu í lokaverkefni.
Svo eru að koma páskar, oh ég hlakka svo til að geta hvílt mig. Svo er ég að fara í tvær fermingar, fyrstu frændsystkinin mín eru að fara að fermast, gaman gaman.