Vá hvað ég var þreytt í morgun, nennti alls ekki að vakna og fara í vinnuna en maður gerði það auðvitað samt sem áður. Mig dreymdi bara eitthvað svo illa í nótt að ég er alveg eftir mig.
Á föstudaginn fórum við á árshátíð HR og það var bara mjög gaman. Maturinn var rosalega fínn, reyndar var súpan í forrétt bara rétt volg en samt mjög góð. Svo fengum við svínakjöt og kjúkling í aðalrétt og svo ístertu og ferska ávexti í eftirrétt, nammi namm. Á laugardaginn var ég svo bara að læra og reyna að skrifa eitthvað í ritgerðina mína, það gekk nú ekkert vel að skrifa eitthvað en ég er búin að lesa flestar heimildirnar mínar sem er fínt.
Á sunnudaginn fórum við svo á Brúkaupssýninguna Já, ég held að svona sýningar eigi bara ekkert við okkur. Allavega sáum við ekkert sem okkur leist á.
Á miðvikudaginn ætlum við að reyna að senda út umsóknina okkar til skólanna í Danmörku, Árni ætlar að ná í öll skjölin í dag og á morgun og svo þurfum við bara að fylla út umsóknina. Þannig að þetta ætti alveg að reddast. Reyndar eru danskar heimasíður alveg ótrúlega lélegar, við viljum frekar skoða allt á ensku þannig að maður ýtir á þann takka en þá þýða Danir bara forsíðuna á ensku en flest allar aðrar síður eru á dönsku, frekar hallærislegt.
En jæja, vona að vikan hjá ykkur verði frábær ;)
mánudagur, mars 08, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 3/08/2004 09:14:00 f.h.
|