miðvikudagur, mars 10, 2004

Jæja þá erum við búin að redda öllum skjölunum fyrir Háskólann í Århus og erum að fara að senda þetta fyrir hádegi í dag og þá eiga bréfin vonandi eftir að ná til háskólans fyrir hádegi 15. mars. Mér finnst samt svo hallærislegt að umsóknarfresturinn renni út fyrir hádegi, ef bréfið þitt kemst ekki til skila fyrr en klukkan tvö þá bara sorry, kemst ekki inn. Ég er samt svo ánægð að þetta sé að verða búið, ég er búin að vera svo stressuð og pirruð að það er ekki eðlilegt.
Svo hringdi ég í Háskólann í Århus í dag og þar var mér sagt að umsóknin sem ég var búin að fylla út er í rauninni ekki umsókn um mastersnám heldur bara hvort að B. A. gráðan mín samræmist dönsku B. A. gráðunni og ef þeir meta það að þær samræmast þá senda þau mér umsókn um masterinn. En ég hef litlar áhyggjur af því, þessar gráður samræmast örugglega mjög vel, annars gætu Íslendingar ekki verið að læra þetta fag úti.
Við hættum semsagt við að sækja um Háskólann í Kaupmannahöfn og DTU. DTU er kominn með nýtt námsfyrirkomulag og Árna leist ekkert eins vel á það og gamla fyrirkomulagið þannig að honum langaði ekkert lengur í DTU og þá ætlaði ég nú ekki að fara sækja ein um skóla í Kaupmannahöfn. Þannig að ef við komumst inn þá förum við til Karenar og Grétars, jibbí.