Ég gleymdi auðvitað að segja frá því að Árni er vonandi kominn með vinnu í sumar (ég er svo upptekin af sjálfum mér), hann var í viðtali hjá Landssímanum í dag og er að fara í enskupróf vegna þess á föstudaginn. Ef hann stendur sig vel í því er hann líklegast/vonandi kominn með vinnu. Ég er alveg að vona að hann fái þessa vinnu, það er svo gott fyrir hann að komast í eitthvað tölvutengt.
Svo var Árni líka í prófi í dag, hann er í Háskólanum í Reykjavík og er í þrjár vikur í einu fagi núna sem heitir Tölvuöryggi. Svo fær hann allar einkunnirnar sínar næsta mánudag 5. maí, svona er það þegar að prófin eru búin fyrir páska. En ætlaði bara að tjá mig aðeins, heyrumst.
miðvikudagur, apríl 30, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 4/30/2003 06:33:00 e.h.
|