föstudagur, maí 02, 2003

Jæja bara 13 dagar eftir af þessu helvíti, ég er samt ekkert í meira lærustuði núna en seinast þegar að ég skrifaði. Maður dettur alveg útúr því að læra þegar að maður er búinn að hafa svona langan tíma fyrir þessi próf, arrg arrg arrg. En það sem er alveg búið að vera að bjarga mér er að Árni náði í tvær fyrstu seríurnar af Sex and The City og ég er búin að vera að horfa á einn og einn þátt. Gott að taka sér frí frá lærdómi og horfa á svona þætti.
Árni var að fá útúr prófinu sem hann var í á miðvikudaginn og hann fékk 10. Ekkert smá flott hjá honum. Svo er hann að fara í enskuprófið vegna vinnunnar í dag, allir að senda góða strauma : )
En jæja ekkert meira að frétta frekar en vanalega. Erum bara að fara í Bónus núna og versla eitthvað fyrir helgina. Ég ætla að kaupa mér nammi svo að mér takist að halda mér vakandi yfir bókunum. See ya.