Jæja byrjuð að læra fyrir þriðja og næstseinasta prófið mitt. Ég nenni því samt eiginlega ekki. Þetta er nefnilega bara 30% próf og það verða 80 krossaspurningar (ekki dregið niður fyrir rangt svar) í því sem mér finnst bara fínt. Það sem fer í taugarnar á mér að við þurfum að lesa 1200 blaðsíður fyrir þetta próf og það eru tvær heilar bækur. Mér finnst það einum of mikið lesefni fyrir svona lítið vægi. Kennarinn sagði reyndar að hann myndi ekki fara út í smáatriði en samt þá getur maður aldrei treyst kennurum, allavega geri ég það ekki. Ég er samt búin að lesa báðar bækurnar en mér finnst þetta ekkert vera bækur sem hægt er að spyrja út úr með krossum. Ég hata þegar að ég er í einhverjum kúrs á sömu önninni og honum er breytt. Þetta fag hefur nefnilega alltaf verið þannig að það hafa verið tvö ritgerðarpróf þar sem nemendur hafa fengið 10 ritgerðarefni fyrir prófið og svo koma bara 2 af þeim spurningum og þau eiga að svara báðum. Hvert próf gilti semsagt 30%. Núna var semsagt öðru ritgerðarprófinu semsagt breytt í ritgerð sem var allt í lagi en mér finnst rosalega asnalegt að fara í krossapróf úr þessu, sorry hvað ég er pirruð. Bara aðeins að fá útrás.
Rita litla frænka mín á afmæli í dag og er 3 ára, ekkert smá sæt. Til hamingju með afmælið Ritukrútt. Okkur er boðið í afmæli til hennar í dag milli 5-7, ég ætla sko að fara. Reyndar ætla ég ekkert að fá mér neinar kökur af því að ég er í aðhaldi en ég má samt fá mér heita brauðrétti, nammi namm.
Jæja ætli ég verði ekki að fara að renna yfir glósur.
þriðjudagur, maí 06, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 5/06/2003 10:34:00 f.h.
|