Jæja bara 5 dagar eftir í prófum, ég get varla beðið. Þetta er líka svo ömurlegt fag sem ég er að læra núna, það heitir Persónuleikasálfræði og við erum bara að lesa greinar. Ég hata þannig fög sem er bara með einhverjum greinum, maður fær ekkert nógu góða yfirsýn yfir efnið. Svo er ekki nóg með það að ég þarf að lesa einhverjar 50 greinar heldur er ég að frumlesa þær allar, ég nennti ekkert að lesa í þessu fagi í vetur. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er að frumlesa allt efnið og ég er líka frekar stressuð yfir því.
Svo eru auðvitað kosningar í dag. Ég er búin að vera að sveiflast á milli Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins og vissi ekkert hvað ég átti að kjósa. Þannig að ég fór inn á mbl.is og tók svona flokkapróf þar, til að sjá hvaða flokkur ætti best við mig. Niðurstöðurnar komu ekkert á óvart en það er alveg rosalega lítill munur á öllum flokkunum og það kom mér frekar á óvart. Jæja þannig að ég er alveg búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa.
Flokkur Samsvörun
Framsóknarflokkur (B) 79%
Nýtt afl (N) 78%
Frjálslyndi flokkurinn (F) 74%
Sjálfstæðisflokkur (D) 73%
Samfylkingin (S) 71%
Vinstrihreyfingin - grænt framboð (U) 70%
Svo ætlaði ég að óska Karen til hamingju með að vera búin í seinasta prófinu sínu í Háskóla Íslands, svo skilar hún bara ritgerð eftir 20 daga og þá er hún komin með B.Sc gráðu í hagfræði, ekkert smá flott.
laugardagur, maí 10, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 5/10/2003 12:35:00 e.h.
|