Núna er ég pirruð, ég keypti mér þrjá boli í gær og ég fór í einum þeirra í vinnuna í dag. Þegar að ég kem heim er hann byrjaður að rakna upp og þegar ég tékka á hinum bolunum þá er annar þeirra líka byrjaður að rakna upp. Við fórum í Zöru og þar er okkur sagt að ég megi bara fá aðra í staðinn. Þegar að við athuguðum þá eru til tveir alveg eins bolir og báðir byrjaðir að rakna upp. Þannig að ég fékk bara endurgreitt, takk fyrir takk. Ekkert smá ömurlegt, þetta er ekki í fyrsta skipti sem að þetta kemur fyrir mig í þessari búð. Svo voru þær sem afgreiddu okkur bara frekar pirraðar. En þeirra missir, ég hef allavega voðalega litla löngun til að versla meira þarna.
|