föstudagur, maí 16, 2003

Fyrsti vinnudagurinn búinn og hann var alveg ágætur. Fínt að koma í vinnu þar sem að maður kann allt og allir eru voðalega ánægðir að sjá mann aftur. Reyndar var hringt í mig frá Íslandsbanka í dag og mér boðin sumarvinna í þjónustuverinu hjá þeim en ég sagði auðvitað nei. Búin að ráða mig hjá Landsbankanum.
Svo fékk ég fyrstu einkunnina mína í dag, fékk 6,5 í Skynjunarsálfræði. Þetta er kannski ekkert alveg mega einkunn en samt mjög góð miðað við að ég hélt að ég væri fallin í þessu prófi. Kennarinn hlýtur samt að hafa hækkað kúrfuna upp því að allir sem að ég er búin að tala við gekk hörmulega. Það er samt ekki komin nein tölfræði inn á einkunnasíðuna þannig að ég sé ekki hve margir hafa fallið.
Árni fór að vinna klukkan ellefu í dag og verður að vinna til ellefu í kvöld þannig að ég ætla bara að liggja upp í sófa í allt kvöld, fer kannski í heimsókn eða eitthvað. Oh það er svo gaman að geta bara gert eitthvað og hafa ekki neitt samviskubit yfir því að vera ekki að læra.
En ég ætla að fá mér eitthvað að borða. Heyrumst.