Voðalega langt síðan að maður hefur skrifað. Enda er ekkert að gerast, maður vaknar, fer í vinnuna og svo aftur heim. Ég er reyndar búin að fá tvær einkunnir í viðbót, fékk 7,0 í Þroska og lífstíðarþróun og svo fékk ég 7,5 í Vinnusálfræði. Bara frekar sátt. Núna ég ég bara eftir að fá 1 einkunn, jibbí. Reyndar kvíði ég dálítið fyrir því en það verður bara að koma í ljós hvernig það fer.
Árni er alveg að mygla á Ítalíu, ég skil hann ekkert smá vel. Hann fékk mail frá skólafélaginu í HR um að það vantaði sumarstarfsmenn í vinnu hjá Hug. Hann sótti auðvitað um þar og fær svar í næstu viku. Núna er bara að vona að hann fái þá vinnu. Ömurlegt að vera á svona vöktum, hann er til dæmis að vinna alla helgina, alveg ótrúlega pirrandi.
Svo er partý á morgun hjá Ingu og Bigga. Karen er búin með ritgerðina sína og skilaði henni í dag, til hamingju krúttið mitt. Þannig að við fáum að sjá hana á morgun. Ég er ekki búin að sjá hana geðveikt lengi, maður rétt sá hana í afmælinu hjá Ingu og svo ekkert meir.
En þetta er svona about it, ég hef bara ekkert meira að segja. Kannski hef ég eitthvað meira að segja eftir partýið á morgun. Góða helgi.
laugardagur, maí 31, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 5/31/2003 12:34:00 f.h.
|