Jæja nú er mikið að segja. Árni bað mín nefnilega í gær, ekkert smá sætur. Við erum semsagt búin að ákveða daginn svona nokkurn veginn, ætlum að gifta okkur 7. ágúst 2004. Eigum samt ennþá eftir að tékka á nánustu ættingjum og svona hvort að þessi dagur henti þeim ekki en það eru nú varla margir búnir að ákveða eitthvað 14 mánuðum fram í tímann. Vonum bara ekki.
Ég er svo spennt að ég er alveg að deyja. Strax búin að gera nafnalistann, þótt að hann verðir líklegast eitthvað skorinn niður, komin strax í 124. Kannski aðeins of mikið.
En verð víst að fara að vinna, get ekki verið að dúlla mér í allan dag. Ég er samt ekkert búin að vinna síðan klukkan átta. Bara búin að segja öllum í vinnunni frá þessu og láta vinkonurnar vita.
miðvikudagur, júní 04, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 6/04/2003 09:01:00 f.h.
|