Allar einkunnir komnar í hús og ég er búin að ná öllu. Fékk semsagt 6,0 í Persónuleikasálfræði og er bara frekar sátt við það. Þar sem að þetta er ekki mitt sterkasta fag, bara greinar að lesa. En það besta er að ég þarf aldrei að fara aftur til Magnúsar Kristjánssonar kennara. Ég er ekkert smá ánægð með það, tók eitt fag hjá honum á haustönninni og ákvað bara að klára næsta fag strax. Hann er ekki góður kennari, svo ekki meira sé sagt.
En maður er bara á fullu að hringja í kirkjur og sali og allt svona fyrir brúðkaupið. Svo er ég búin að finna kjólinn, var bara að fletta blaði á fasteignasölu og sá hann og féll strax fyrir honum. En ég skrifa auðvitað ekki hvernig hann verður af því að Árni má ekki vita hvernig hann er. En svo verður hann saumaður á mig, Hrönn vinkona ætlar að gera það. Okkur var einmitt boðið í mat þar í kvöld til að hún gæti séð kjólinn og sagt mér hvort að hann hentaði minni líkamsstærð og vexti og hann er víst bara perfect fyrir mig. Ég var ekkert smá ánægð að heyra það. Einu minna að hafa áhyggjur af. Svo ætlar hún líka að sauma á Ritu frænku mína sem verður hringaberi, ekkert smá sætt. Ætlar bara að sauma plain kjól á hana með rauðu bandi um miðjuna (þar sem litaþemað er rautt). Rita verður ekkert smá sæt, 4 ára lítil dúlla.
En jæja ætla að fara að sofa, ætlum að fara að skoða fullt af föndri til að föndra sætamerkingar og borðskraut á morgun og fara í Ikea og margt fleira. Segi ykkur frá því seinna. Sorry, veit að það er mikið talað um brúðkaup en það verður bara að hafa það, ég er nefnilega svo spennt, þið getið huggað ykkur við það að það eru bara 14 mánuðir í það ;)
föstudagur, júní 06, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 6/06/2003 11:42:00 e.h.
|