Jæja ég er búin að vera geðveikt dugleg að synda, vakna klukkan hálfsjö alla daga og fer og syndi. Svo fórum ég og Rannveig í Kringluna í dag til að reyna að finna einhver föt fyrir mig til að fara í útskriftina til Karenar. En það gekk bara ekki neitt. Ef maður fílar ekki tískuna sem er núna (og ég fíla hana ekki) þá er ekki hægt að fá neitt annað. Allar búðir eru alveg eins, það er bara nóg að fara í eina búð og þá veit maður hvernig úrvalið er í öllum hinum búðunum. Og hvað er málið með þessa támjóu skó? Hvað með þá sem fíla þá ekki? Eiga þeir þá bara ekkert að kaupa sér skó? Þetta er svo fáránlegt, ég er alveg brjáluð.
En svo verður farið í sumarbústað á morgun og grillað og spilað og drukkið bjór og svona. Nammi namm. Ég hlakka ekkert smá til. En ég nenni ekki að blogga meira, við heyrumst eftir helgina og þá hef ég vonandi eitthvað meira að segja.
fimmtudagur, júní 19, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 6/19/2003 10:16:00 e.h.
|