Jæja þá er búið að ákveða kirkjuna. Fórum að skoða Fríkirkjuna í gær og féllum alveg fyrir henni. Tengdó er líka rosalega ánægð með það því að þau giftu sig þar og bæði Árni og Laufey systir hans voru skírð þar. Þá er einu minna að hafa áhyggjur af. Þetta saladæmi er nefnilega geðveikt vandamál, á einum stað má bara vera með léttvín en ekki bjór (sem virkar ekki alveg af því að við ætlum að bjóða upp á bjór), einn staðurinn var rosalega fínn og ódýr en þá tekur hann ekki nógu marga í sæti og svo var einn annar sem var líka frekar ódýr en þá var skylda að vera með þjóna frá þeim og það kostar meira en salurinn. Alveg fáranlegt.
En bara tveir dagar eftir af vinnuvikunni, í rauninni bara einn og hálfur því á morgun er móttaka fyrir sumarstarfsmenn Landsbankans á Nordica hótel. Við þurfum ekki að mæta fyrr en níu (og verðum til ellefu) þannig að ég get sofið klukkutíma lengur, rosalega þægilegt.
Svo er kaffihús á morgun, er að fara að hitta stelpurnar, ekkert smá gaman. Langt síðan að við höfum farið á kaffihús og spjallað saman og svona skemmtilegt.
En núna eru Helga og Ásta að koma í heimsókn, ætla aðeins að fara að laga til :)
miðvikudagur, júní 11, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 6/11/2003 07:55:00 e.h.
|