Mánudagur á morgun og ég nenni alveg ekki í vinnuna. En svo er reyndar útborgunardagur á þriðjudag, jibbí. Ekki það að maður fái eitthvað mikið af því að Landsbankinn borgar alveg hrikalega!! En það er samt betra að fá ekki neitt ;) Sko hvað ég er bara jákvæð :)
Þetta var nú bara letidagur í dag, fór til Siggu og Drífu með mynd sem ég var að skrifa fyrir þær. Þær voru að koma úr sumarbústaðinum á miðvikudaginn, þær fengu svo leiðinlegt veður að þær ákváðu að koma heim alveg tveim dögum áður en þær þurftu að koma. Ekki gaman fyrir þær. Adam var svo sætur, sat rosa góður hjá frænku sinni og talaði alveg heilmikið. Ekki það að maður skildi hann eitthvað en samt gaman að hlusta á hann.
Maður verður líka alveg veikur að vera svona innan um lítil börn. Sérstaklega þar sem að þrjár af vinkonum mínum eru ófrískar, Inga, Sara og Rakel. Og þær eiga allar að eiga á svipuðum tíma þannig að ég verð alveg umkringd litlum krílum, gaman gaman.
Ég var að horfa á LOTR: The Two Towers í dag (í 4. skipti). Ég hlakka svo til að sjá þriðju myndina að ég get varla beðið. Það er samt geðveikt langt í hana, hún kemur ekki fyrr en seinast í desember. En það verður ekkert smá gaman að sjá hana. Þótt að maður sé búinn að lesa bækurnar og veit alveg um hvernig hún endar og þannig þá er svo gaman að sjá hvernig að leikstjórinn útfærir allt og svona. Svo er auðvitað bætt inn í ýmsum atriðum sem eru ekkert inn í bókinni og það er alltaf gaman að sjá þau. Þessar myndir eru svo mikil snilld að það er bara ekki eðlilegt. Og Aragorn er auðvitað alveg langsætastur (fyrir utan Árna).
Svo núna er ég bara í tölvunni að hlusta á rómó lög og gera word search á netinu, mér finnst það svo gaman. Árni er búinn í vinnunni eftir hálftíma og þá fer ég að sækja hann. Núna á hann bara eftir að vinna fjórar helgar áður en hann byrjar aftur í skólanum, jibbí. Við erum alveg bæði byrjuð að telja niður þangað til að skólinn byrjar aftur, bæði af því að við erum bæði í hundleiðinlegum vinnum en líka út af því að þetta verður seinasta árið okkar í skólanum, geðveikt stuð. Og þá verður bara farið að vinna, samt ekkert smá skrýtin tilhugsun af því að maður er búin að vera svo lengi í skóla. Og þá fær maður að fá sumarfrí á launum og fleira svona næs, alltaf frí um helgar (ekki bara á sumrin) og þannig.
Voðalega þurfti ég eitthvað mikið að tjá mig :) Svona er það þegar að maður er einn mestallan daginn og hefur engan að tala við.
sunnudagur, júní 29, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 6/29/2003 10:43:00 e.h.
|