Jæja blogspot komið aftur í lag, það voru einhver vandræði hjá þeim að birta íslenska stafi, ekki alveg nógu gott.
Ég og Árni erum búin að velja salinn fyrir brúðkaupið. Veislan verður semsagt í Félagsheimili Kópavogs, rosalega flottur staður. Laufey systir hans Árna hélt brúðkaupsveisluna sína þar og það kom rosalega vel út. Þannig að við erum í rauninni búin með allt svona sem þarf að panta svona snemma.
Svo fórum ég og mamma í dag að máta brúðarkjóla, ekkert smá skemmtilegt. Mömmu fannst ég alveg rosalega sæt í brúðarkjól, með slör og allt. Reyndar var kjóllinn sem Hrönn ætlar að sauma ekki inni þannig að ég ætla að fara aftur á þriðjudag og máta hann.
Ég fór í heimsókn til Ingu í kvöld. Greyið, hún má ekki vinna neitt meira út af því að hún er með of háan blóðþrýsting, þannig að hún er bara komin í fimm vikna frí. Geðveikt stuð, ég veit nú samt ekki alveg hvort að ég myndi fíla það, er ekkert voðalega svona dúllerímanneskja. En maður verður víst að hlýða læknunum og hugsa vel um barnið og sjálfan sig.
En ég ætla að fara að sinna manninum, hann er kominn heim úr vinnunni og er að fara að vinna aftur á morgun þannig að við ætlum að fara að knúra.
sunnudagur, júní 29, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 6/29/2003 12:23:00 f.h.
|