Tveir og hálfur vinnudagur liðinn og ég er búin að sofa yfir mig tvisvar, þetta gengur nú bara ekki. Ég er bara eitthvað svo pirruð á vinnunni minni, ég er komin með geðveikt ógeð af henni. Og það eru alveg tveir mánuðir eftir af henni, ég nenni þessu ekki!!!
Ég er semsagt bara búin að fara að synda á mánudaginn, gat ekki farið í gær þar sem að ég svaf yfir mig en svo ætlum ég og Árni að byrja aftur í badminton í dag, gaman gaman.
Mér og Guðlaugu var boðið til Rakelar í gær og við fengum hollustumat hjá henni, niðurskorið grænmeti og geðveika jarðarberjaköku sem ég er að spá í að gera fyrir saumó næsta miðvikudag. Um nammi namm.
En það er nú voðalega lítið að segja og gerast hjá mér, er bara í þessari hundleiðinlegu vinnu minni og er alveg að deyja úr pirringi. Er ég ekki skemmtileg í dag?
miðvikudagur, júní 25, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 6/25/2003 09:30:00 f.h.
|