mánudagur, júní 09, 2003

Oh það er svo næs að hafa svona þriggja daga helgi og svo þurfa bara að vinna í fjóra daga. Svo í næstu viku er líka bara fjögurra daga vinnuvika. Árni var í fríi um helgina og er líka í fríi næstu tvær helgar, hann er eitthvað að vinna á hinni vaktinni líka sem vakstjóri og það kemur svona út að hann fær þriggja helga frí í röð, ekkert smá þægilegt. Hann er samt ekkert búinn að heyra með hina vinnuna, hann hringdi þangað á föstudaginn og það var sagt að það hefðu rosalega margir sótt um og þeir ætla bara að ráða tvo en þeir voru ekki búnir að ákveða sig. Þannig að hann fær vonandi að vita um þetta í þessari viku.
Við fórum að líta á kirkjur, fórum í Víðistaðakirkju og Garðakirkju, þær eru báðar svo rosalega sætar. Ég gat semsagt ekki gert upp á milli og Árni var hvoruga búin að sjá þannig að við fórum að sjá þær og ég vonaði að honum myndi finnast önnur þeirra fallegri en þá finnst honum þær báðar líka rosalega fallegar og getur heldur ekki gert upp á milli þeirra. Þannig að við ætlum að fara að skoða Fríkirkjuna næst þegar að hann er fríi. Það er nefnilega svo asnalegt að hann er á sinni vakt núna í dag. Vaktin hans er líka á þriðjudag en svo á hann að vinna bæði miðvikudag og fimmtudag á hinni vaktinni. Þeir voru búnir að segja við hann að á mánudaginn (semsagt í dag) þá myndi hann vinna en fá svo frí á þriðjudaginn og vinna svo miðvikudag og fimmtudag. En svo var hringt í hann í gær og honum sagt að hann ætti að vinna alla fjóra dagana. Hann var nú frekar ósáttur við það og þeir ætla að reyna að fixa það þannig að hann fær frí á morgun. En þeir voru eitthvað að segja að fyrst hann fengi frí þrjár helgar í röð þá ætti hann alveg að geta þetta en come on, Árni var ekkert að biðja um þetta frí, þeir eru sjálfir að færa hann um vaktir, fáránlegt. Frekar hallærislegt.
Svo var Helga að koma heim frá Svíþjóð og verður hérna í allt sumar, vei vei. Hún og Freyr komu einmitt í heimsókn áðan og það var ekkert smá gaman að sjá þau.