mánudagur, júní 30, 2003

Jæja ég ætla að fara að reyna að skrifa eitthvað á hverjum degi. Bara búin að vera að skrifa annanhvorn dag eða á lengri fresti og það bara gengur ekki.
Ég, Árni og Laufey fórum í badminton í dag. Eiður ætlaði líka að koma með en hann var því miður bara veikur greyið. Þannig að það var bara spilað einn á móti tveim og það er ekkert smá erfitt að vera sá sem er einn. Ég allavega hljóp fram og aftur um völlinn en náði sjaldnast boltanum ;).
Svo fórum við í mat til tengdó og ég og tengdamamma vorum bara mest að tala um brúðkaup (uppáhaldsumræðuefnið mitt þessa dagana) en Árni og tengdapabbi voru bara í tölvunni mestallan tímann. Það er samt komið á hreint að við fáum bílinn þeirra lánaðan til að vera brúðarbíllinn okkar. Hann er nefnilega svo flottur, alveg dökkblár og með leðursæti. Ekkert smá þægilegt. Mig og Árna langar nefnilega ekkert að fara í limmu, við höfum einu sinni farið í þannig bíl og okkur fannst það bara ekkert spes. Svo fór ég inn á fornbill.is og var að skoða bílana sem eru til leigu þar og mér finnst þeir bara ekkert flottir.
Svo var ég að panta tíma hjá tveim læknum í dag. Ég fékk tíma hjá öðrum þeirra 4. sept!!!! Ekkert smá langt sem að maður þarf að bíða. En samt er þetta þannig læknir að hann er hættur að taka inn nýja sjúklinga þannig að ég er bara heppin að vera hjá honum (þótt að maður þurfi að bíða í þrjá mánuði eftir tíma). En svo hjá hinum er bara þriggja vikna biðtími en því var nú reddað í gegnum klíku. Ég er nefnilega svo hrædd um að ég sé komin með gigt af því að á kvöldin þá verða fingurnir á mér svo bólgnir að þeir eru næstum tvöfaldir og ég verð svo dofinn og þetta er alveg í svona klukkutíma. Ég fór á doktor.is og þar fann ég að þetta gæti verið sóragigt sem er þannig að psoriasis er komið í liðina á manni. Þannig að ég ætla að fara til gigtarlæknis, bara til að vera örugg. Ég er nefnilega alltaf svo móðursjúk með allt svona. Og þar sem pabbi er með gigt þá fékk ég bara tíma hjá lækninum hans. Takk fyrir það pabbi ;)