miðvikudagur, júlí 02, 2003

Voðalega gekk það vel hjá mér að ætla að skrifa á hverjum degi ;) Ég entist ekki í einn dag, það var nú reyndar ekki af því að ég hafði ekkert að segja heldur var ég bara eitthvað svo þreytt í gær. Enda sofnaði ég fyrir framan sjónvarpið og missti af Brúðkaupsþættinum Já.
Þegar að ég kom heim byrjaði ég nefnilega strax að baka og gera allt fínt fyrir saumó sem verður í kvöld. Ég bakaði súkkulaði-korn marengs og svo gerði ég tvær rúllutertubrauðtertur, nammi namm. Mig langaði nú bara að borða þetta allt strax. Svo eftir þetta þurfti ég að þvo frekar mikið upp, sem betur fer hjálpaði Árni mér. Ég var meira að segja svo busy í gær að ég komst ekki í badminton þannig að Árni, Laufey og Eiður voru bara þrjú.
Svo þegar að ég vaknaði aftur eftir að hafa sofnað þá langaði Árna svo að raða öllum myndunum sem hann er búinn að skrifa upp á síðkastið í stafrófsröð. Og það voru um 130 diskar sem við þurftum að raða. Við vorum að því alveg til svona hálfeitt en þá varð ég bara að fara að leggja mig. En vá hvað við eigum margar myndir, við eigum eitthvað um 350 diska og ég er kannski bara búin að horfa á svona 20 myndir. Og allir þættirnir sem við eigum eru ekki innifaldir í þessari talningu. Er ekki gaman að vita þetta?
Ég fékk að vita í fyrradag að Háskóli Íslands leyfði mér að fá tvö fög sem ég tók í viðskiptafræðinni sem valfög í sálfræðinni þannig að ég er búin með 70 einingar (á bara að vera búin með 60) þannig að ef ég tek 16 einingar á næstu önn þá á ég bara eftir ritgerðina mína á seinustu önninni. Það verður rosalega næs.
En ég ætla víst að fara að vinna. Þarf að fara til læknis á eftir vegna þess að ég missteig mig fyrir svona fjórum vikum og ég er ennþá að deyja í löppinni. Ekki alveg nógu gott.