fimmtudagur, júlí 03, 2003

Ég ákvað að koma Árna á óvart, ég hringdi í eitt hótel og pantaði eina nótt þar núna á laugardaginn. Ég hringdi reyndar í hann áður til að vita hvort að hann væri búinn að plana eitthvað annað og þannig. Ég sagði honum bara að við værum að fara út á land og yrðum þar yfir nótt. Hann veit semsagt ekkert hvert við erum að fara þannig að ég ætla ekki að segja það hér ;). Ég hlakka svo til, við höfum aldrei farið á hótel hérna á landi tvö ein og við höfum heldur aldrei bara farið tvö ein eithvað út á land, þannig að þetta verður rosalega gaman.
Ég er búin að vera að háma í mig afganginn úr saumaklúbbnum í kvöld, lá uppi í rúmi og borðaði kökuna og heita brauðréttinn, nammi namm. Svo sofnaði ég klukkan átta og vaknaði svo klukkan tíu þannig að það er pottþétt að ég á ekki eftir að geta sofnað aftur strax.
Svo á morgun erum við að fara til Hrannar og Axels og borða grillmat og Ásta og Ívar koma líka. Sóli litli sæti hundurinn þeirra Hrannar og Axels er eins árs í dag og þetta verður einskonar afmælisveisla fyrir hann :). Ekkert smá sætt. Við eigum semsagt að koma með kjöt og svo fær hann beinin. Rosalega heppinn.
Núna er ég að hlusta á nýjasta lagið með Beyonce Knowles: Crazy in love. Ekkert smá flott lag, mæli með því við alla.
En ég verð víst að fara að sækja Árna. Það verður semsagt lítið skrifað um helgina af því að við erum að fara út á land en ég segi ykkur bara frá öllu eftir helgina.