þriðjudagur, júlí 15, 2003

Ég er alltaf svo þreytt, ég skil þetta ekki. Ég var að horfa á þætti sem heita Blue Planet í gær (svona dýralífsþættir) og ég var inni í tölvuherbergi og ég var næstum því sofnuð. Samt sat ég bara á skrifstofustólnum, skil ekki hvernig ég gat sofnað. Svo fór ég fram og lagðist inni í stofu og sofnaði auðvitað strax. Svo klukkan hálfellefu færði ég mig inn í rúm og hélt bara áfram að sofa. Reyndar vaknaði ég klukkan tvö af því að mér var svo geðveikt flökurt og ég gat ekki sofnað aftur fyrr en fjögur. Þannig að ég var frekar þreytt í morgun.
Ég ætla að gera eina lokatilraun til að kaupa mér skó sem eru ekki oddmjóir, ég ætla að fara í Toppskó í dag og athuga þar. Ef ég finn ekkert þar þá get ég bara ekkert keypt mér skó, hrumphf. Pirringur. Það þarf bara að vera til búð sem er með plain föt til sölu, svona svört pils og venjulega skó.