Jæja ég fékk frí í vinnunni í gær eftir hádegi og dreif mig í Kringluna og fann mér buxur. Ótrúlegt en satt. Ég keypti þær í Next og þær ná upp í mitti!! Ennþá meira ótrúlegt. Svo fann ég líka skó en þar sem þeir eru voðalega líkir einum skóm sem að ég á og voru ekki heldur á útsölu ákvað ég að kaupa þá ekki. Mig langar líka mikið meira í stígvél.
Svo var stelpudjamm heima hjá Hrönn, það var bara rosalega fínt. Ég fór reyndar ekki með niður í bæ, var eitthvað þreytt eftir vikuna og er líka að fara í þrjú afmæli í dag. Eitt barnaafmæli klukkan tvö og svo tvö partý. Ekki nóg með það heldur er líka stelpnadjamm með Karen, Rannveigu, Helgu og fleirum. Þannig að maður verður geðveikt busy í dag og kvöld. Svo á morgun ætlum við stelpurnar að kíkja til Ingu, hún er orðin geðveikt pirruð á að hanga svona heima og ég skil hana geðveikt vel. Þannig að helgin er bara fullbókuð.
Bergþór pabbi var að fá sér labradorhvolp. Oh hvað ég hefði verið til í að sjá hann en því miður þá gat ég það ekki. Hann fór með hann heim snemma í morgun. Nennti ekki alveg að vakna klukkan átta til að sjá hann en ég sé hann bara næst þegar að þeir koma í bæinn.
En ætli maður verði ekki að fara að gera eitthvað hérna heima, allt í drasli.
laugardagur, júlí 19, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 7/19/2003 11:40:00 f.h.
|