föstudagur, júlí 25, 2003

Þetta kommentakerfi er nú ekki alveg að gera sig, dettur út í tíma og ótíma. Núna er það til dæmis búið að vera úti í einhverja 2-3 daga og maður veit ekkert af hverju eða hvort það kemur aftur. Asnalegt.
Annars er helgin bara byrjuð og það er rosalega ljúft. Ætla að hangsa með Siggu systir og Adam frænda á morgun. Ætli við förum ekki að heimsækja kettlinginn hjá Sollý, gaman gaman.
Svo er bara niðurtalningin hafin í Bakkafjörð 2003, frændi minn og kærastan hans koma líka og svo kannski tveir aðrir frændur mínir líka. Þannig að við aukum íbúafjöldann um einhver prósent, get ég ímyndað mér ;) Nei smá grín. Það búa nú um 100 manns þarna (eða það held ég). Ég er búin að vera á netinu og fann nokkrar myndir af Bakkafirði, reyndar eru þetta frekar gamlar myndir þannig að þetta er ekki alveg svona lítið, dálítið mikið af húsum búin að bætast við.