miðvikudagur, júlí 16, 2003

Ég ákvað bara að skella mér í strípur í dag, fékk að fara úr vinnunni klukkan hálftvö og beint inn á hárgreiðslustofu. Þannig að núna er ég bara orðin blondína, ég er ekki að grínast. En það er bara fínt. Ég er líka að fara í nokkur partý um helgina (já nokkur!!) og maður verður að líta vel út.
Á föstudaginn verður stelpupartý hjá Hrönn og svo á laugardag verður afmælispartý hjá Siggu og Hödda sem er vinur hans Árna. Þetta hittist alltaf allt á sömu dagana en þess á milli er ekkert að gera hjá manni. Alveg týpískt.
Ég ákvað að hringja bara í Toppskó í dag, nennti hreinlega ekki að fara og horfa á alla þessa oddmjóu fáranlegu skó. Og viti menn það eru ekki til venjulegir skór hjá þeim, kemur á óvart.
En Helga vinkona var að koma þannig að ég ætla að hætta.