Það er nokkurn veginn allt í lagi með hundinn, hún er með einhverjar bólgur í baki og fékk bólguminnkandi sprautur og töflur, þannig að henni ætti að fara að líða betur.
Ég sofnaði ekki fyrr en klukkan hálftvö og svaf auðvitað yfir mig. Ég mætti ekki fyrr en korter yfir átta í vinnuna, ekki nógu gott.
Svo erum við búin að vera að gera við bílinn, búin að kaupa ný dekk, fara með hann á smurstöð og gera við pústið og þetta samtals kostar 35.000. Ekkert smá dýrt. Reyndar getum við sjálfum okkur um kennt því að við höfum ekki hugsað nógu vel um hann en samt, frekar dýrt á tveim dögum. Svo fer Árni með hann í skoðun á eftir og ég er bara að vona að við fáum skoðun. Nenni ekki að standa í meiru svona.
þriðjudagur, júlí 29, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 7/29/2003 12:19:00 e.h.
|