Ég fór til gigtarlæknis í dag og góðu fréttirnar eru að ég er ekki með gigt. Hinsvegar er ég með psoriasis sem liggur reyndar bara niðri þannig að ég finn ekkert fyrir því en það er byrjað að koma fram í neglurnar, ekki gaman. Svo vildi læknirinn endilega taka blóðprufu til að athuga hvort að ég væri með sykursýki eða ofvirkni í skjaldkirtlinum. Þannig að ég bíð bara eftir niðurstöðum. Svo sagði hann líka að ég væri með klemmda taug í úlnliðnum og það er ástæðan fyrir fingradofanum og bólgunni. Hann sagði líka að ég þyrfti að grenna mig (sem er nú ekki gaman að heyra) en maður verður líklegast að hlýða lækninum. Samt fór ég og keypti mér pínku nammi ;) Algjör prakkari.
Svo fór ég bara á bókasafnið og tók fjórar bækur og ætla að slappa af í kvöld.
mánudagur, júlí 21, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 7/21/2003 02:15:00 e.h.
|