Jæja kommentakerfið er dottið aftur inn, skil þetta ekki alveg sko.
Ég, Sigga og Adam fórum til Sollýjar í dag og kisan er svoooo sæt, maður er svo lítill, bara 4 mánaða. En svo er maður pínku haltur og hún vill bara sofa af því að hún er svo orkulaus af því að hún er búin að fá svo lítið að borða hjá þessu helv.... pakki sem þykist eiga hana. (Ef maður kemur ekki vel fram við dýrin sín þá á maður þau ekki).
Svo er ég bara búin að vera í geimleiknum sem Árni er í. Leikurinn uppfærist sko á 4 stunda fresti en Árni er auðvitað að vinna í 12 tíma í dag og á morgun þannig að ég þarf að gera fyrir hann. Það er nefnilega stríð byrjað í leiknum þannig að Árni má ekki við því að gera ekki í 12 tíma. Og hann er svo stressaður að geta ekki verið heima og einbeitt sér alveg að þessu. Ég veit að ég er pínku vond en ég er samt að vona að þessi leikur verði búinn fyrir föstudag (eða Árni sé úr) því að hann kemst ekkert í tölvu í 4 daga og getur þá ekkert gert. Og ég get ekki ímyndað mér hvernig hann verður ef leikurinn verður ennþá í gangi, hann á ekki eftir að meika það ;)
laugardagur, júlí 26, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 7/26/2003 04:50:00 e.h.
|