Æ ég var að tala við Bergþór pabba og hann var með Dimmu (hundinn sinn) í bílnum í gær og hundinum tókst einhvern veginn að ýta rúðunni niður og steyptist út úr bílnum meðan bíllinn var á ferð. Greyið, hann ýlfraði svo mikið í alla nótt þannig að pabbi fór með hann til Egilsstaða í morgun til að láta líta á hann. Hún getur reyndar alveg labbað en ætli hún hafi ekki marist eitthvað. Æ maður vorkennir henni svo mikið.
|