fimmtudagur, júlí 10, 2003

Við fórum að skoða litla kettlingin í gær og hann var svoooooo sætur!!! Ég og Árni vorum alveg komin á það að taka hann heim en þá var hringt og eigandinn var fundinn. Æ það var fínt, ég gæti ekki ímyndað mér hvernig mér liði ef Snúður myndi týnast.
Svo komum við bara heim og elduðum, við höfðum ekki tíma til að fara til Ingvars Helgasonar til að kíkja á bíla en við ætlum að fara í dag. Ég var líka eitthvað svo þreytt í gær, ég sofnaði klukkan níu fyrir framan sjónvarpið, færði mig svo inn í rúm klukkan hálfellefu og svaf alveg til hálfátta í morgun. Það er ekkert smá næs að sofa svona lengi stundum.
Ég og Hrönn ætlum að fara að skoða og máta brúðarkjóla á laugardaginn. Það verður geðveikt spennandi. Reyndar þurfum við að fara á Brúðarkjólaleigu Katrínar af því að hún er með kjólinn sem mig langar í og Hrönn verður að fá að kíkja aðeins á hann til að vita hvernig hann er saumaður og eitthvað þannig. Það kemur samt alls ekki til greina að ég fari að leigja eitthvað hjá þeim, eins og slör og þannig. Ætla bara að fara og sóa tímanum þeirra aðeins :)